Á hverju ári greinast um 15.000 konur með frumubreytingar og á hverju ári greinast um 350 danskar konur með leghálskrabbamein – meira en helmingur þeirra er yngri en 50 ára.
Leghálskrabbamein orsakast af veirusýkingu sem nefnist Human Papillomavírus (HPV).
Nánast allir sem hafa einhvern tímann stundað kynlíf hafa smitast af HPV einu sinni eða oftar.
Hjá flestum konum hverfur sýkingin af sjálfu sér, en hjá sumum verður sýkingin viðvarandi. Konur með viðvarandi HPV sýkingu hafa aukna áhættu á að fá frumubreytingar og leghálskrabbamein.
HPV sýking er einkennalaus. Þess vegna er mikilvægt að fara í HPV skimun.
Það er ekki hægt að meðhöndla HPV sýkingu en það er hægt að meðhöndla frumubreytingar.
Með reglulegri þátttöku í skimun er hægt að greina frumubreytingar áður en þær þróast í leghálskrabbamein.
Með reglulegri þátttöku í skimun er hægt minnka líkur á að fá leghálskrabbamein um allt að 80%.
Það er mikilvægt að taka þátt í skimun, líka þó þú hafir fengið HPV bólusetningu, vegna þess að bólusetningin ver þig ekki gegn öllum HPV veirum sem geta valdið leghálskrabbameini.